5. flokkur kvenna yngri gerði gott mót í Kórnum
23.05.2024
Fimmta og síðasta deildarmót vetrarins í 5. flokki kvenna yngri fór fram helgina 9. - 11. maí. Mótið var haldið á heimavelli okkar í Kórnum.
Hópurinn samanstendur af stelpum fæddum 2011 er stór og mikill og erum við í HK afskaplega stolt af því að geta teflt fram þremur liðum í þessum árgangi, flest allra félaga á landinu.
Mikil samstaða og liðsheild einkenndi flokkinn á mótinu og sýndu liðin öll mikinn karakter, vilja og leikgleði.
HK 3 spilaði í 4. deild og enduðu í 2. dæti. Leikmenn liðsins hafa eflst mikið í vetur og tekið miklum framförum.
HK 2 spilaði í 2. deild og enduðu í 2. sæti. Þær vinna sér með því þátttökurétt í 1. deild. Gríðarleg samheldni og sterk vörn einkenndi liðið á mótinu.
HK 1 spilaði svo í 1. deild og fóru taplausar í gegnum mótið en enduðu í 2. sæti á markatölu. Þær enduðu þar af leiðandi í 2. sæti á Íslandsmótinu á stigum.
HK er afar stolt af þessum flottu fulltrúum félagsins sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Áfram HK, #liðfólksins