Styrktarumsóknir


Styrktarumsóknir

Reglur um úthlutun afreksstyrkja, ferðastyrkja vegna landsliðs- og/eða keppnisferða eru mismunandi milli sjóða.

HK tekur við umsóknum frá iðkendum/þjálfurum allan ársins hring en eru þær afgreiddar eftir því sem segir í reglum viðkomandi sjóða.


Dæmi um styrkveitingar:

  • Styrkir vegna Evrópu- og Norðurlandamóta eru sóttir til UMSK.
    Dæmi um keppnisferðir: Evrópukeppnir og Norðurlandamót félagsliða eða einstaklinga. 
  • Ferðastyrkir iðkenda vegna keppnisferða á vegum landsliðs eru sóttir til UMSK, Kópavogsbæjar og aðalstjórnar HK.

 


Umsóknarferli:  

HK tekur við umsóknum á þar til gerðu umsóknarformi, kemur þeim í ferli og sækir styrki til annara sjóða eftir því sem við á.

Umsóknir eru teknar fyrir við fyrsta tækifæri þegar öll gögn liggja fyrir. 

Íþrótta- og markaðsstjóri HK fer yfir hverja umsókn fyrir sig og metur í hvaða sjóði skuli sækja í.

EYÐUBLAÐ STYRKTARUMSÓkna


Eftirfarandi reglur gilda um styrkveitingar frá aðalstjórn HK:

  1. Styrkir frá aðalstjórn eru einungis veittir unglingalandsliðsfólki innan vébanda HK.
  2. Styrkirnir gilda um landsliðsverkefni erlendis sem viðkomandi einstaklingur tekur þátt í og fæst staðfest af viðkomandi sérsambandi.
  3. Hver einstaklingur getur fengið úthlutað styrk tvisvar sinnum á almanaksárinu, að hámarki 15.000.- í hvort sinn.
  4. Aldur styrkþega miðast við 21. aldursár, þ.e. 21 árs og yngri.
  5. Styrkir greiðast eftir landsliðsferð 
  6. Styrkir eru greiddir út að jafnaði tvisvar sinnum á ári, í janúar og maí.

Form styrks: 

Styrkur er í formi peningagreiðslu og er greiddur eftir á. Aðalstjórn áskilur sér rétt um upphæð styrks hverju sinni. Aðalstjórn hefur rétt til að neita viðkomandi um styrk ef rík ástæða þykir til.   


Frekari upplýsingar veitir skrifstofa HK, hk@hk.is