- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Í Kórnum er skrifstofa félagsins og þar eru ennfremur hátíðasalur HK, knatthús, knattspyrnuvellir og íþróttahús.
Þann 1.janúar 2014 tók HK við rekstri á Kórinum, knatthúsi og tvöföldu íþróttahúsi. Í Kórnum eru knattspyrna, handbolti, blak, taekwondo með æfingar.
Fagrilundur var tekinn í notkun árið 2005 en íþróttahúsið var tekið í notkun árið 2009 og hefur verið síðan aðal keppnis- og æfingahús blakdeildar HK. Dansdeild HK hefur æft í Fagralundi frá 2009. 1.ágúst 2016 tók Kópavogsbær við rekstri hússins.
Digranes var tekið í notkun árið 1984 og hefur verið frá þeim tíma verið keppnis- og aðalæfingahús félagsins í handknattleik og bandý. Um áramótin 2013/2014 tók Kópavogsbær aftur við rekstri hússins. Að sinni verður Digranesið áfram aðla keppnishús meistaraflokka félagsins í handknattleik ásamt því að vera æfingahús fyrir handbolta og bandý.
HK var stofnað á sínum tíma af átta 12 ára drengjum í Kópavogi sem langaði til að æfa handbolta. Í dag, tæpum 44 árum síðar, starfa sjö deildir innan HK. Frá þeim tíma hefur HK, eins og öll íþróttafélög, verið byggt upp og rekið af fjölmörgum sjálfboðaliðum. Án þeirra væri ekkert félag til. HK hefur vaxið mjög síðustu ár og um áramótin mun félagið taka við rekstri á íþróttamiðstöðinni Kórnum við Vallakór. Með þessari stækkun og breytingum er nauðsynlegt fyrir félagið að halda í við breytingarnar og liður í því er að efla félagsvitund innan HK.
Eins og öll önnur íþróttafélög er Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) eingöngu starfhæft vegna mikillar vinnu fjölmargra ósérhlífinna sjálfboðaliða. Borið hefur á því á undanförnum árum að aðstandendur iðkenda hafa ekki séð sér fært að taka þátt í þessari sjálfboðavinnu. Jafnframt hefur þess misskilnings gætt að íþróttafélög séu stofnanir og hluti af samfélagsþjónustu bæjar- og sveitafélaga og þar af leiðandi sé ekki ætlast til að foreldrar og velunnarar hafi afskipti af rekstri eða starfsemi þeirra.
Að undanförnu hefur íþróttafélagið HK unnið í samvinnu við UMSK að bæklingi um félagið: Hvað er HK?Bæklingnum var dreift í öll hús í Kópavogi í morgun. Þetta verkefni er meðal annars tilkomið vegna þess að félagið stendur á ákveðnum tímamótum. Til að draga fram félagsvitundina hjá félagsmönnum var útbúinn bæklingur þar sem settar voru fram grunnspurningar um HK:
Samhliða vinnu við bæklinginn var verkefnið útvíkkað þar sem leikmenn meistaraflokkanna í handbolta, knattspyrnu og blaki mættu á æfingar yngri iðkenda annarra deilda en þeirra sem þau æfa með, þar sem þeir tóku þátt í æfingunni og kynntu sér íþróttina. Bæði meistaraflokksleikmenn og þeir iðkendur sem tóku á móti þeim skemmtu sér konunglega. Þessar heimsóknir leikmannanna voru teknar upp á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.
Leikmenn meistaraflokka í handbolta heimsækja blakæfingu
HK leikmenn meistaraflokka knattspyrnu heimsækja handboltaæfingu