Ákamótið tókst vel!

Stelpurnar kátar eftir flott Ákamót.
Mynd: Sporthero
Stelpurnar kátar eftir flott Ákamót.
Mynd: Sporthero

Ákamót HK í handbolta fór fram helgina 2. - 3. mars fyrir stelpur og stráka í 7. flokki. Þetta er eitt stærsta mót sem haldið er í þessum aldursflokki þar sem hátt í 1000 iðkendur landsins koma saman og spila undir minniboltareglum. 

Mótið var afar vel heppnað í ár og var margt fólk sem átti leið í Kórinn þessa helgi. Mótið rúllaði vel án tafa og vandræða þökk sé góðum sjálfboðaliðum innan okkar raða.

Spilað var á sex völlum samtímis og báru þeir nöfn styrktaraðila mótsins. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Allir fengu verðlaunapening merktan Ákamóti HK að móti loknu.

#liðfólksins

Ákamótið 2024

Strákarnir voru flottir á Ákamótinu

Mynd: Sporthero