Björk Björnsdóttir í raðir HK

Björk Björnsdóttir er komin í raðir HK.

Björk er gríðarlega reynslumikill markmaður sem byrjaði sinn meistaraflokksferil árið 2007.

Hún lék með Fylki, Val, Avaldsnes í Noregi og 5 tímabil með HK/Víking. Hún á einnig 9 leiki fyrir yngri landsliðum Íslands. 

"Björk er mjög góður markvörður með mikla reynslu sem á eftir að reynast okkar unga og efnilega hópi ómetanleg innan sem utan vallar. Hún er mikill leiðtogi og ekki síður góður markvörður. Okkur hlakkar virkilega til að vinna með henni í komandi verkefnum en hún hefur verið frá í nokkurn tíma. Við væntum mikils af henni á komandi tímabili" segir Jakob Leó Bjarnason þjálfari HK.


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR