Elías hættir þjálfun meistaraflokks karla að tímabilinu loknu

Elías Már Halldórsson hefur óskað eftir því að hætta þjálfun meistaraflokks karla hjá HK að tímabili loknu.

Mun Elías Már klára yfirstandi tímabil með HK og halda svo til starfa á nýjum vettvangi erlendis.

Þetta eru góðar fréttir fyrir HK-inginn Elías Má að fá svona tækifæri.

 "Við hjá handknttleiksdeild HK erum afar þákklát fyrir þau störf og þann kraft sem Elías Már kom með inn í félagið þegar hann tók við sem þjálfari meistaflokks karla og sem yfirþjálfari barna og unglinga hjá handknattleiksdeildinni.

Það hefur verið stefna okkar hjá HK að standa ekki í vegi fyrir okkar þjálfurum né leikmönnum fái þeir svona tækifæri. Því var það auðsótt fyrir Elías Má að fá að losna undan samningnum til að taka við þessu spennandi verkefni sem hann er kominn með. Þó það sé alltaf vont að missa góðan þjálfara þá er ekki hægt annað en að samgleðjast Elíasi Má og við óskum honum alls hins besta og velfarnaðar á nýjum stað" segir Guðjón Björnsson formaður handknattleiksdeildar HK.

 “Ég er mjög þakklátur stjórn handknattleiksdeildarinnar að hleypa mér í þetta verkefni, ákvörðunin að yfirgefa HK er ekki einföld og það verður erfitt að skilja við þennan frábæra hóp sem ég er með í höndunum. Ég mun leggja mig 100% fram, fram á vorið og skila góðu búi til þess þjálfara sem tekur við” segir Elís Már Halldórsson þjálfari HK.