Gígja Valgerður Harðardóttir leikur með HK í sumar!

 


_

HK hefur samið við Gígju Valgerði Harðardóttur um að leika með liði félagsins í Lengjudeildinni á komandi sumri.

Gígja er reynslumikill leikmaður en hún lék síðast árið 2019 með liði HK/Víkings í efstu deild. Hún hefur samtals leikið 251 leik í meistaraflokki og skorað í þeim leikjum 15 mörk. Meira en helming þeirra leikja lék hún í efstu deild með Þór/KA, Val og síðan HK/Víkingi. Hún á svo einn landsleik að baki með U19 ára landsliðinu. Gígja varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2012.            

 ,,Gígja er frábær varnarmaður sem mun koma til með að styrkja okkar hóp til muna, bæði með gæðum sínum og reynslu. Við erum gríðarlega ánægð að hún ætli að taka slaginn   með okkur í sumar".
- Jakob Leó Bjarnason, þjálfari HK.
 
 
Vertu velkomin Gígja og áfram HK!