- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Jón Jörundsson fyrverandi stjórnarmaður hanknattleiksdeildar HK er fallinn frá.
Jón var mikill happafengur fyrir deildina á sínum tíma og vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Hann var einn af þeim sem kom meistaraflokk kvenna á laggirnar ásamt því að standa fremstur í brúnni þegar kom að fyrstu evrópuleikjum og fyrsta bikarmeistaratitli meistaraflokks karla árið 2003. Engin verk voru of smá eða of stór fyrir Jón, hann gekk í allt. Jón var bæði stjórnarmaður og mjög virkur í foreldrastarfinu og fylgdi sínum börnum vel eftir sem spiluðu öll fyrir HK. Jón var heiðraður fyrir sín störf á 50 ára afmælishátíð HK og var sæmdur heiðursmerki.
HK sendir aðstandendum Jóns innilegar samúðarkveðjur.
Minning um góðan mann lifir...