Hólmsteinn Ingi Halldórsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri HK

Hólmsteinn Ingi Halldórsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri HK. Hólmsteinn er væntanlegur í hlutastarf hjá félaginu í mars nk. og í fullt starf frá 1. maí. Hólmsteinn hefur starfað sem endurskoðandi hjá KPMG undanfarin 20 ár. Hann er með cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á endurskoðun og reikningshald, auk löggildingar til endurskoðunarstarfa.

„Hólmsteinn hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði endurskoðunar og reikningshalds og mun gegna lykilhlutverki í áframhaldandi framþróun félagsins.“ Segir Hanna Carla framkvæmdastjóri HK.

„Það er mér mikill heiður að hafa verið valinn í starfið og hlakka ég til að taka þátt í þeim spennandi tímum sem framundan eru hjá HK“ segir Hólmsteinn.

HK býður Hólmstein hjartanlega velkominn til starfa.


GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR