- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Ísold Kristín Rúnarsdóttir hefur gengið í raðir HK.
Ísold er 21 árs miðjumaður sem kemur frá Haukum. Hún á 45 meistaraflokksleiki fyrir Val, KH, Fylki og Hauka. Hún á einnig 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Hún spilar í dag úti í Bandaríkjunum með háskólaliði University of Tulsa.
"Ísold er öflugur miðjumaður með góða tækni og auga fyrir spili. Hún er mjög skapandi leikmaður sem fer vel með boltann og er öflug varnarlega sem og sóknarlega. Ásamt því að vera vinnusöm að þá er hún fjölhæf og drífandi. Við væntum mikils af henni á komandi tímabili" segir Jakob Leó Bjarnason þjálfari HK liðsins.
Vertu velkomin í HK Ísold!