Sigurjón og Aníta Eik báru af í vetur á lokahófi handknattleiksdeildar

Pálmi Fannar Sigurðsson náði þeim merka áfanga á tímabilinu að spila 200 leiki fyrir HK.
Pálmi Fannar Sigurðsson náði þeim merka áfanga á tímabilinu að spila 200 leiki fyrir HK.

Á lokahófi handknattleiksdeildar HK fagnaði handknattleiksfólk árangri vetrarins og meistaraflokkur karla fagnaði því að spila nú sitt annað tímabil í röð í Olís deild karla. Veittar voru viðurkenningar til leikmanna fyrir góðan árangur og framlag til HK.

Sigurjón Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður tímabilsins hjá meistaraflokki karla og efnilegasti leikmaðurinn var kjörinn Ágúst Guðmundsson. Besti leikmaður ungmennaliðs karla var kjörinn Benedikt Þorsteinsson og sá efnilegasti Haukur Ingi Hauksson.

Aníta Eik Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður tímabilsins hjá meistaraflokki kvenna og þá var Anna Valdís Garðarsdóttir kjörin sú efnilegasta.

Nokkrir leikmenn hlutu viðurkenningu fyrir fjölda spilaðra leikja fyrir HK. Pálmi Fannar Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir að hafa spilað 200 leiki fyrir HK. Þá hlutu Styrmir Máni Arnarsson, Davíð Elí Heimisson, Sigurður Jefferson Guarino og Sigurvin Jarl Ármannsson hlutu viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 leiki fyrir HK.

#liðfólksins