Bikarmót í handbolta í umsjón HK

HK sá um bikarmót hjá stúlkum á eldra ári í 5. flokki um mánaðarmótin nóvember/desember. Vegna kosninga var ekki hægt að spila í Kórnum á laugardeginum eins og planað hafði verið og því var spilað í Digranesi á laugardeginum. Á sunnudeginum var hins vegar spilað í Kórnum.

Við sendum þrjú flott HK-lið til leiks sem öll stóðu sig með miklum sóma. Stelpurnar í HK 3 enduðu í 6. sæti í B-úrslitum. HK 2 átti virkilega gott mót og endaði í 6. sæti í A-úrslitum. HK 1 hafði sigur í sínum riðli og léku því undanúrslitaleik gegn sterku liði ÍBV. Eftir mikinn spennuleik tryggðu okkar stelpur sér sigur með marki á lokasekúndum og um leið sæti í bikarúrslitaleiknum sem leikinn verður á bikarúrslitahelgi HSÍ seinna í vetur.

Meðfylgjandi eru myndir af stelpunum í HK 2 og HK 3 eftir að þær luku leik.