- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Síðustu helgina í september fór fram fyrsta mót vetrarins hjá stelpunum í 5. kvenna eldri. Mótið fór fram í Vestmannaeyjum og sendum við þrjú flott HK lið til leiks. Stelpurnar voru HK til mikils sóma innan sem utan vallar.
Í þetta skiptið áttum við tvö af fimm liðum í efstu deild sem var mjög skemmtilegt að sjá. HK 1 spiluðu mjög flott mót, unnu flesta leiki sína af öryggi en töpuðu í úrslitaleik með einu marki gegn frábæru Selfoss liði. HK 2 áttu sömuleiðis mjög gott mót þrátt fyrir að hafa tapað sínum leikjum í efstu deild. Stelpurnar sýndu mikinn baráttuanda og gáfu öllum liðum hörku leik.
HK 3 léku í þriðju deild og bættu spilamennsku sína eftir því sem á mótið leið. Þrátt fyrir skakkaföll enduðu stelpurnar í þriðja sæti í deildinni og spila því aftur í þriðju deild á næsta móti.
Á laugardagskvöldið fór fram svokallaður landsleikur þar sem “Landslið” og “Pressulið” mættust. Við áttum tvo flotta fulltrúa kvennamegin en þær Kristín Einarsdóttir og Lilja Guðrún Árnadóttir sýndu báðar glæsilega takta fyrir sín lið.