Halldór Heiðarsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Halldór Heiðarsson eða Donni eins og hann er oftast kallaður skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við HK. Hann mun taka að sér að vera Hermanni Hreiðarssyni til halds og trausts í meistaraflokki karla.

Donni hefur síðustu þrjú ár starfað í þjálfarateymi Leiknis Reykjavíkur og er þessa stundina að vinna að því að klára UEFA Pro þjálfaragráðuna.

Í samtali við knattspyrnudeildina segist Donni vera gríðarlega spenntur fyrir komandi tímum og þeirri vinnu sem hann og Hemmi munu koma að. "HK er öflugt félag sem býr yfir frábærri aðstöðu og hefur innviði til að byggja upp samkeppnishæfan meistaraflokk á komandi árum".

Velkominn í Hlýjuna Donni!

#LiðFólksins #HKalltafHK