Velkominn Rúrik

Velkominn Rúrik!
 
HK hefur samið við miðjumanninn Rúrik Gunnarsson út tímabilið 2027.
 
Rúrik er 19 ára gamall (2005) og kemur til félagsins frá KR.
 
Rúrik á fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands og lék í fyrra 12 leiki í Bestu deildinni. Hann er útsjónarsamur leikmaður, hörkuduglegur og mun smellpassa í lið HK.
Við bjóðum Rúrik hjartanlega velkominn í Hlýjuna!
 
Áfram HK!