- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Nokkur pör frá Dansdeild HK voru í Blackpool um páskana að keppa á Evrópumeistaramóti WDC-AL
Ekki er hægt að segja annað en við í HK séum stolt því þau stóðu sig með eindæmum vel og áttum við par í úrslitum og í undanúrslitum á þessu flotta Evrópumeistaramóti.
Árangurinn er eftirfarandi:
Gylfi og María gerðu sér lítið fyrir og dönsuðu sig inn í úrslit í flokki ungmenna u19 ballroom og enduðu í 6. sæti og dönsuðu sig einnig inn í undanúrslit í u21 ballroom. Frábært árangur hjá þeim.
Aron og Rósa áttu mjög góða keppni og dönsuðu sig inní undnaúrslit í flokki juniora (12-15 ára) í latin dönsum.
Guðjón og Eva áttu líka góða helgi og dönsuðu sig inn í fjórðungsúrslit í bæði ballroom og latin dönsum í flokki juvenile (11 ára og yngri)
Eden og Sunneva dönsuðu sig inn í 48 para úrslit í bæði ballroom og latin í flokki juvenile (11 ára og yngri)
Sebastian og Berglind áttu góða keppni en komust ekki áfram í flooki juvenile (11 ára og yngri)
Alexander og Katrín áttu góða keppni en komust ekki áfram í flooki juvenile (11 ára og yngri)
Kolbeinn og Ásdís áttu góða keppni en komust ekki áfram í flooki juniora (12-15 ára)
Hilmar og Emelía áttu góða keppni en komust ekki áfram í flooki juniora (12-15 ára)
Stefnir og Bára áttu góða keppni en komust ekki áfram í flooki juvenile 1 (9 ára og yngri)
Krakkarnir frá HK voru öllum til sóma, sum hver að stíga sín fyrstu danspor á erlendri grundu. Við erum afskaplega stolt af þeim og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.