Viðbrögð við óveðri

Viðbrögð við óveðri!

  • Mikivægt er að foreldrar og forráðamenn, hér eftir forsjáraðilar, fylgist vel með fréttum af veðri sem gæti haft áhrif á íþróttastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.
  • Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. ef bifreið er ekki búin til vetraraksturs.
  • Leiðbeiningar þessar eiga við „yngri börn“, það er börn yngri en 12 ára. Athugið að hér er aðeins um viðmið að ræða sem er háð mati forsjáraðila.

Gul viðvörun / Appelsínugul viðvörun:

  • Forsjáraðilar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni á æfingar og af æfingum. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum frá skrifstofu félagins.
  • Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki æfingar vegna veðurs þá skulu þeir tilkynna viðkomandi þjálfara um það og litið er á það sem eðlileg forföll.
  • Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.

Rauð viðvörun:

  • Þegar rauð viðvörun er í gildi er öllu íþróttastarfi aflýst.

 

Lesa má nánar um leiðbeiningar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins HÉR