Íslandsmótið í borðtennis fór fram í Digranesi

Mynd: Finnur Hrafn Jónsson
Mynd: Finnur Hrafn Jónsson

Um liðna helgi fór Íslandsmótið í borðtennis fram í íþróttahúsinu Digranesi. Mótið var í umsjá borðtennisdeildar HK og Borðtennissambands Íslands.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, setti mótið sem var hið glæsilegasta í alla staði. Fjöldi HK-inga keppti á mótinu og stóðu sig allir með sóma. Óskar Agnarsson, Darian Adam Róbertsson og Björgvin Ingi Ólafsson unnu til bronsverðlauna á mótinu. Darian og Björgvin í fyrsta flokki og Óskar í tvíliðaleik. Keppt var í einliða og tvíliðaleik karla og kvenna og einnig leikið í tvenndarleik, fyrsta og öðrum flokki karla og kvenna.

Heildarfjöldi keppenda var 99 og komu þeir frá félögum allsstaðar af landinu.

HK óskar meisturum og verðlaunahöfum sem og þátttakendum öllum til hamingju með frábæra borðtennishelgi.

Lesa má meira um mótið á vef Borðtennissambandsins: https://bordtennis.is/sol-og-ingi-darvis-islandsmeistarar-i-meistaraflokki/.

#liðfólksins