HK á Símamótinu

Um helgina hélt Breiðablik sitt árlega Símamót og létu HK-ingar sig ekki vanta í þá gleði. HK tefldi fram 20 liðum á mótinu, 7 lið í 5. flokki, 8 lið í 6. flokki og 5 lið í 7. flokki. Samtals fóru því 140 keppendur frá HK á mótið. Veðrið var ekki með besta móti, bæði rigning og rok, en keppendur létu það svo sannarlega ekki á sig fá og skemmtu sér konunglega. Mótið gekk vel fyrir sig og heilt yfir gekk öllum liðum HK mjög vel. Sérstaklega gaman er að sjá þegar iðkendur sýna jafn miklar framfarir eins og raun bar vitni. Við óskum öllum stelpunum hjartanlega til hamingju með árangurinn og alla persónulega sigrana. 

Kærar þakkir til allra þjálfara og foreldra sem stóðu sig vel, hvort sem það var í klappliðinu eða sem afleysingaþjálfarar á línunni. 

Framtíðin er svo sannarlega björt í kvennaboltanum! 

Áfram HK