- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal foreldra og iðkenda HK haustið 2023 liggja nú fyrir og er niðurstaðan gleðileg fyrir HK. Félagið er í miklum vexti og greinilegt að iðkendur og foreldrar þeirra eru ánægðir með það gróskumikla starf sem hér er unnið. Um 75% þátttakenda segjast vera mjög ánægð eða frekar ánægð með þjónustu HK sem staðfestir okkar tilfinningu og rúmlega 90% segjast vera mjög ánægð eða frekar ánægð með aðstöðuna enda er öll aðstaða hér í Kórnum til fyrirmyndar. Í ljós kemur einnig að mikil ánægja er með þjálfara HK sem og framfarir ásamt auknu sjálfstrausti iðkenda. Auk þess sýna niðurstöður að foreldrar eru ánægðir með æfingatíma, æfingamagn og áherslur í þjálfun.
Það er mikilvægt að kortleggja hvað er gott og hvar tækifæri eru til betrumbóta. Þrátt fyrir góðar niðurstöður í þessari könnun erum við hvergi nærri hætt. Þvert á móti eflir þetta okkur til að gera enn betur á öllum sviðum.
Framundan er mikil uppbygging á svæðinu og hlökkum við mikið til að sjá fyrstu skóflustunguna að nýrri stúku sem kemur til með að rísa hjá okkur. Stúkan og gervigrasið koma til með að vera mikil lyftistöng fyrir efri byggð Kópavogs. Við bindum líka vonir við það að samhliða þessum framkvæmdum fáum við félagsaðstöðu. Við fögnum því að Kópavogsbær setji uppbyggingu íþróttamannvirkja í forgang.
Markmið félagsins er að huga að æskulýðsstarfinu á sama tíma og við bjóðum upp á samkeppnishæfa aðstöðu og framúrskarandi þjálfun á öllum stigum. Foreldrastarfið er ekki síður mikilvægt og í raun undirstaða alls, við erum svo heppin að foreldrastarfið er öflugt hjá HK en okkur vantar alltaf fleiri sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Það er alltaf pláss fyrir fleiri sjálfboðaliða.
Við í HK höldum ótrauð áfram að byggja ofan á það góða starf sem hér er unnið og hlökkum til að gera enn betur. Áfram HK!