- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
HK stelpur gerðu góða ferð á Seltjarnarnes í kvöld en þar tók Grótta á móti þeim í öðrum leik umspils einvígisins um laust sæti í efstu deild. HK leiddi einvígið 1-0 en okkar stelpur unnu sannfærandi sigur í fyrri leik liðanna.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að HK stelpur ætluðu ekki að gefa tommu eftir og héldu uppteknum hætti frá fyrri viðureigninni. Þolinmæði í vörninni, markvörslur og skynsemi í sóknarleiknum skiluðu okkur góðum hálfleikstölum, 5-11.
Það voru svo vel samanstilltar Gróttu stelpur sem mættu til leiks í seinni hálfleik, þær ætluðu svo sannarlega að sýna hvað í þeim býr og gera atlögu að Olís deildar sætinu. En það dugði sammt, lokatölur á Seltjarnarnesi 17-19.
Það er því ljóst að HK stelpurnar munu spila í Olís deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið lið Gróttu 2-0. Frábær niðurstaða eftir enn eitt covid keppnistímabilið.
Àfram HK!