Íslandsmót í flokkakeppni unglinga fór fram á Selfossi

Mynd: BTÍ
Mynd: BTÍ

Íslandsmót í flokkakeppni unglinga 2024-2025 var haldið á Selfossi laugardaginn 16. nóvember. Lið HK A er Íslandsmeistari í flokki pilta fæddir 2012 og síðar. Lið HK B og HK C urðu í þriðja til fjórða sæti. 

Alls voru 25 lið skráð til leiks. Keppendur komu frá tíu félögum: Selfossi, Dímon, KR, BH, HK, BR, Víkingi, Garpi, Leikni og Stokkseyri. Tvö síðastnefndu félögin áttu þátttakendur í fyrsta sinn á þessu móti.

Lesa má nánar um mótið á vef BTÍ bordtennis.is/urslit-i-flokkakeppni-unglinga-2024-2025/.

#LiðFólksins