Karl Ágúst Karlsson semur við HK

Karl Ágúst og Brynjar Björn þjálfari meistaraflokks karla
Karl Ágúst og Brynjar Björn þjálfari meistaraflokks karla

-

Karl Ágúst Karlsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við HK. Samningurinn gildir út árið 2024. Karl Ágúst er uppalinn í HK og fæddur árið 2007. Hann er leikinn kantmaður sem býr yfir miklum hraða.

Karl hefur æft með bæði U15 og U16 landsliðum karla og er nú staddur í Svíþjóð þar sem U16 ára landsliðið leikur í UEFA Development Tournament. Hann var í byrjunarliði liðsins sem vann 2-0 sigur gegn Svíþjóð í gær.

Hann lék fimm leiki með meistaraflokki á undirbúningstímabilinu og lék á dögunum sinn fyrsta leik í Íslandsmóti með meistaraflokki þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Selfossi.

Karl varð þar með yngsti leikmaður í sögu HK til að leika mótsleik í Íslandsmóti, aðeins 14 ára og 360 daga gamall.

Við óskum Kalla innilega til hamingju með samninginn og hlökkum til að sjá hann blómstra í HK litunum næstu árin.

Áfram HK!