- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Við kynnum Kristján Ara Halldórsson til leiks sem nýjan verkefnastjóra knattspyrnudeildar HK.
Kristján tekur við starfinu af Sindra Þór Þorgeirssyni og vill HK nota tækifærið og þakka Sindra kærlega fyrir samstarfið undanfarin tvö ár.
Kristján Ari er 35 ára gamall, fæddur árið 1987. Hann útskrifaðist með BA gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Hann þekkir aðeins til hjá HK þar sem hann spilaði með meistaraflokki félagsins á árunum 2007 og 2008 en annars hefur Kristján einnig spilað og þjálfað hjá ÍR.
Við vonumst til að Kristjáni Ara eigi eftir að líða vel hjá okkur í HK og bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa.