Lokahóf handknattleiksdeildar

Í gærkvöldi var haldin uppskeruhátíð fyrir meistaraflokka handknattleiksdeildar. Eins og fram hefur komið á okkar miðlum urðu strákarnir okkar deildarmeistarar Grill 66 deildarinnar og spila því í Olís deildinni á næsta tímabili. Stelpurnar okkar héldu sæti sínu í Olís deildinni eftir að hafa spilað umspils leiki við Fjölni/Fylki og Gróttu og HK U hafnaði í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna.

 

Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem þóttu skara fram úr á tímabilinu og fengu eftirfarandi viðurkenningu:

 

HK U:

Efnilegasti leikmaður: Leandra Náttsól Salvamoser

 

Besti leikmaður: Sara Katrín Gunnarsdóttir

 

HK mfl. kvenna:

Efnilegasti leikmaður: Sara Katrín Gunnarsdóttir

 

Besti leikmaður: Elna Ólöf Guðjónsdóttir

 

Prinsessan: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir

 

HK mfl. karla:

Efnilegasti leikmaður: Einar Bragi Aðalsteinsson

 

Besti leikmaður: Sigurjón Guðmundsson

 

Prins: Sigurður Jefferson

 

Þar með höfum við lokið 2020/2021 tímabilinu og lítum björtum augum til framtíðar. Við erum afar hreykin af því að eiga tvö lið í Olís deildinni á næsta tímabili og hlökkum til að takast á við komandi verkefni.

 

Gleðilegt sumar og áfram HK!


  GLEÐI - VIRÐING - METNAÐUR