Knattspyrnudeild HK hefur samið við Ómar Inga Guðmundsson, Kára Jónasson og Sandor Matus um þjálfun meistaraflokks karla til næstu tveggja ára.
Ómar Ingi hefur þjálfað hjá HK nær samfellt frá árinu 2000. Undanfarin ár var Ómar Ingi í hlutverki yfirþjálfari yngri flokka og fyrir ári síðan var hann ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Ómar stýrði liðinu frá 3. umferð á liðnu sumri beina leið upp í Bestu deildina.
Kári Jónasson var ráðinn þjálfari 2. fl. kk haustið 2021 og kom inn í þjálfarateymi mfl. kk. í vor ásamt því að halda áfram að stýra 2. fl.
Sandor Matus markmannsþjálfari hefur þjálfað bæði markmenn í yngri flokkum og meistaraflokki HK með góðum árangri síðan 2018. Þá hefur Sandor verið partur af þjálfarateymi U19 ára landsliðs karla síðan 2020.
Áfram HK!
<img alt="