- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Strákarnir okkar í U19 ára landsliði Íslands hafa lokið keppni á EM sem fram fór í Króatíu. Strákarnir mættu Svíum í leik um 7. sætið í gærmorgun. Leikurinn var afar kaflaskiptur og spennandi en það voru Svíar sem voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu þeir sigri, 26-24.
8. sætið tryggði bæði U2002 og U2004 landsliðum Íslands sæti á EM á næsta ári.
Við hjá HK erum afar stolt af því að hafa átt tvo fulltrúa í hópnum, þá Símon Michael Guðjónsson og Einar Braga Aðalsteinsson. Strákarnir stóðu sig með sóma og hlökkum við til að fylgjast með þeim og fleiri HK-ingum spreyta sig með landsliðum Íslands í framtíðinni. Þess má einnig geta að Símon Michael var valinn besti leikmaður íslenska liðsins í leik liðsins gegn Portúgal s.l. föstudag.
Áfram Ísland, áfram HK!