- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir hefur skrifað undir lánssamning við HK sem gildir út tímabilið 2024. Hrafnhildur er 16 ára miðjumaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 36 leiki fyrir meistaraflokk og skorað í þeim þrjú mörk. Auk þess hefur hún spilað 14 yngri landsleiki. Hún kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur spilað 9 leiki í Bestu deildinni það sem af er tímabili. HK þakkar Stjörnunni fyrir skjót og fagleg vinnubrögð.
Guðni Þór Einarsson, aðalþjálfari liðsins, hafði eftirfarandi að segja: „Hrafnhildur er virkilega efnilegur leikmaður sem mun styrkja okkar hóp mikið. Hún er mjög heilsteyptur leikmaður ef svo má segja, með marga kosti og fáa veikleika. Auk þess er hún öflugur karakter með mikla leiðtogahæfileika. Hún smellpassar inn í okkar leikstíl og umhverfi þar sem ungir, efnilegir leikmenn hafa allt til alls til að vaxa og dafna og þróa sinn leik. Við hlökkum til samstarfsins.“
Hrafnhildur hafði þetta um skiptin að segja: „Ég er ótrúlega spennt að klára tímabilið með HK. Mér finnst þetta rétta skrefið fyrir mig til að fá meiri spiltíma og bæta mig sem leikmaður. Það er mjög spennandi verkefni í gangi hjá HK. Umgjörðin hérna er mjög góð, þjálfarateymið er geggjað og fullt af flottum leikmönnum sem ég mun geta lært helling af á að æfa og spila með. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum við að hjálpa liðinu á vellinum.“