- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Þó svo að það sé komið sumar standa yngri flokkarnir okkar enn í ströngu. Þessa dagana fara fram úrslitakeppnir í yngri flokkum og hvetjum við handboltaáhugamenn til að fylgjast með unga fólkinu okkar. Við erum afar stolt af árangrinum og vitum að framtíðin er svo sannarlega björt hjá okkur HK-ingum.
Meðfylgjandi eru stuttir pislar frá þjálfurum liðanna:
4.flokkur kvenna - HK1 og HK2 mætast í undanúrslitum
Við erum afar stollt að því að eiga tvo fulltrúa í undanúrslitum í 4. flokki kvenna. Á laugardaginn mætast HK1 og HK2 í undanúrslitum og fer sigurvegarinn áfram í úrlsitaleikinn sem spilaður er laugardaginn 12. júní að Varmá í Morsfellsbæ.
HK1, sem skipað er leikmönnum fæddum árið 2005, uðru deildarmeistarar á dögunum í 1. deild. Þær mættu svo ÍR í 8 liða úrslitum um síðustu helgi og unnu sannfærandi 28-15 sigur í Kórnum. HK2, sem er skipað leikmönnum á yngra ári eða 2006, enduðu í 5. sæti í 1. deildinni. Þær mættu Stjörnunni í 8 liða úrslitum. Þær höfðu mætt þeim tvisvar sinnum áður í vetur og beðið lægri hlut í bæði skiptin. Nú var hins vegar annað á dagskránni og unnu þær 18-22 sigur í hörkuleik.
Því er ljóst að HK1 og HK2 mætast í undanúrslitum laugardaginn 5.júní kl 12:30 í Kórnum. Sigurvegarinn fer áfram í úrslitaleikinn og hvernig sem fer þá er framtíðin alveg gríðarlega björt hjá okkur í HK.
4.flokkur karla – Yngra og eldra ár í úrslitum
Yngra árið í fjórða flokki karla skellti sér norður til Akureyrar til að spila leik í 8 liða úrslitum við Þórsara. Leikir liðinna í vetur fóru þannig að liðin skildu jöfn í Kórnum en Þórsarar unnu sannfærandi á heimavelli.
Því mátti búast við hörkuleik að þessu sinni sem varð raunin, Þórsarar byrjuðu betur og komust í 3-0 en okkar strákar í HK unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og var staðan jöfn 8-8 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Strákarnir okkar komu tvíefldir inn í seinni hálfleikinn þar sem vörn og markvarsla gekk áfram frábærlega. Sóknarleikurinn fór að ganga betur og spiluðu strákarnir gríðarlega agað og náðu fljótlega forystunni sem þeir létu aldrei af hendi.
Leikurinn endaði 15-19 fyrir HK og fögnuðu strákarnir gríðarlega vel í leikslok.
Markvarslan og vörnin allan leikin standa uppúr, en einnig var ánægjulegt að sjá strákanna fylgja skipulagi frá nánast fyrstu mínútu og flestar sóknirnar vel spilaðar en vantaði stundum aðeins uppá “slúttin”.
Næsti leikur er aftur fyrir norðan og verður gegn deildarmeisturum KA sem eru með fantagott lið og því um erfitt en skemmtilegt verkefni að ræða.
Eldra ár fjórða flokks karla mættu FH í 8 liða úrslitum, liðin unnu hvor sinn leik í einvíginu í deildinni og því um hörkuleik leik að ræða. Strákarnir okkar ætluðu að selja sig dýrt og sýndu það frá fyrstu mínútu og tóku strax forystuna í leiknum. FH unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik munaði aðeins einu marki á liðunum, HK tók leikhlé og við tók frábær lokakafli sem skilaði fjögurra marka mun þegar kom að hálfleiknum.
Seinni hálfleikurinn byrjaði illa eftir mikinn klaufagang, varð það til þess að FH skoruðu fyrstu þrjú mörk seinni hálfleik, HK róuðu sig þá aðeins og fór aftur að stilla upp í sóknum og skilaði það sér strax, þrátt fyrir að vera manni færra í þrígang héldu strákarnir haus og unnu að lokum virkilega sannfærandi sigur 25-19 og má klárlega segja að þetta hafi verið besti leikur liðsins í vetur.
Frábær vörn og markvarsla, gríðarleg yfirvegun sóknarlega skiluðu þessum frábæra sigri.
Strákarnir mæta deildarmeisturum Hauka í fjögurra liða úrslitum og má búast við gríðarlega erfiðum leik.
3. flokkur kvenna – HK1 og HK2 mættust í 8-liða úrslitum
Eftir skemmtilega deildarkeppni endaði HK1 í 2.sæti í 1.deild. HK2 varð deildarmeistari í 2.deild eftir að hafa unnið sterk lið á borð við Hauka og Fjölnir/Fylkir. Það varð því úr, að þessi tvö lið mættust í 8-liða úrslitum. Leikmenn beggja liða mættu gríðarlega vel stemmdir og einkenndist leikurinn af miklum hraða. Að lokum reyndust stelpurnar í HK1 sterkari og fara áfram í undanúrslit þar sem þær muna mæta ÍBV í Kórnum.
Þó svo að það hafi verið hart barist innan vallar þá voru allir vinir eftir leik og var meðfylgjandi mynd tekin eftir leik.
3. flokkur karla – mætir deildarmeisturum Vals
3.flokkur karla spilaði á móti ÍBV í 8 liða úrslitum. Við byrjuðum betur og vorum 15-13 yfir í hálfleik. Góður kafli í byrjun seinni hálfleiks kom okkur í 19-13. Eftir það var hart barist, Eyjamenn náðu að minnka muninn í tvö mörk en við vorum sterkari á endasprettinum og unnum 35-30. Það var sterk liðsheild sem sem skilaði sigrinum, allir leikmenn liðsins skiluðu sínu, Haukur stýrði sóknarleiknum vel, Símon Mikael var markahæstur með 10 mörk, Kristján Pétur og Benedikt skoruðu 7 hvor. Þrátt fyrir hátt skor þá var varnarleikurinn mjög góður með Einar Braga, Kára Tómas og Kristófer Ísak sem bestu menn og Einar Gunnar stóð sig mjög vel í markinu. HK mætir Val á útivelli í undanúrslitum, Valur voru úrskurðaðir Deildarmeistarar þrátt fyrir að spila aðeins helming leikja sinna og við ætlum að sýna og sanna í þeim leik að við eigum skilið að spila til úrslita. Ef við mætum klárir í leikinn þá er allt hægt.
Áfram HK!