101. héraðsþing UMSK var vel sótt

Sigurjón Sigurðsson, í varastjórn UMSK og Sigurður Viðarsson, sem hlaut félagsmálaskjöld UMSK
Sigurjón Sigurðsson, í varastjórn UMSK og Sigurður Viðarsson, sem hlaut félagsmálaskjöld UMSK

101. héraðsþing UMSK fór fram í Kórnum, laugardaginn 22. mars.

Hefðbundin fundarstörf ásamt ávörpum gesta ásamt heiðrunum.

Alexander Arnarson, varaformaður HK, sagði frá starfi félagsins og verkefnum sem framundan eru.

Það má með sanni segja að okkar fólk hafi "nælt" sér í fjölmörg heiðursmerki ÍSÍ, UMFÍ og UMSK.

  • Ragnar Gíslason, knattspyrnudeild, hlaut gullmerki ÍSÍ
  • Valdís Arnarsdóttir, handknattleiksdeild, hlaut silfurmerki ÍSÍ
  • Gunnþór Hermannsson, okkar eini sanni, hlaut silfurmerki ÍSÍ
  • Níels Einarsson, dansdeild, hlaut starfsmerki UMFÍ
  • Sigurður Viðarsson, sem gengur í öll verk, hlaut félagsmálaskjöld UMSK
  • Dansdeild HK, hlaut hvatningarverðlaun UMSK, fyrir dansframboð sitt til yngstu iðkenda, þeim að kostnaðarlausu