Afreksæfingar og nýir þjálfarar

Afreksæfingar 5. og 4. fl. kv. og ka.

Í vetur mun knattspyrnudeild HK brydda upp á skemmtilegri nýjung þar sem iðkendum í 4. og 5. flokki karla og kvenna verður boðið upp á að sækja afreksæfingar 1 sinni í viku undir handleiðslu Luka Kostic og Þórhalls Dan ásamt aðstoðarmönnum.

Tímabilið verður tvískipt frá október fram í desember og svo janúar til mánaðamóta apríl/maí. Greitt verður sérstaklega fyrir hvert tímabil.

 Þau einstaklingsatriði sem verða kennd eru grundvallaratriði knattspyrnu:

  • Innanfótarsendingar
  • Skot
  • Vörn maður á mann
  • Klára færi
  • Önnur atriði.

Ofangreind atriði er nauðsynlegt að læra, rétt eins og að læra að skrifa og lesa í skóla. 

Talið er að besti tíminn til að læra slík fótboltaatriði sé allt fram til 14 ára aldurs þar sem leikmenn eru miklu móttækilegri fyrir kennslunni. Eftir 14 ára aldur þurfa leikmenn að hafa meira fyrir því og töluvert minni líkur á að þeir nái jafngóðu valdi á þessum atriðum. Leikmenn munu þá þurfa að æfa í tíma og ótíma allan sinn knattspyrnuferil, jafnvel þó þeir nái það langt að verða atvinnumenn.

Þeir sem ná góðu valdi á þessum einstaklingsatriðum munu sem knattspyrnumenn og einstaklingar hafa meira öryggi, sjálfstraust og spara meiri orku ásamt því að þetta gerir einfaldlega knattspyrnuna skemmtilegri.

Skráning á námskeiðin verður auglýst síðar eða um miðjan september.  Þar mun koma fram verð og nánari tímasetningar.

Þess má geta að Luka Kostic hefur verið ráðinn sem þjálfari fyrir 5. og 4. fl.ka. fyrir næsta tímabil og Þórhallur Dan Jóhannsson hefur verið ráðinn sem þjálfari 3. fl. ka. fyrir næsta tímabil. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna til HK.

Nánari upplýsingar veita Ragnar Gíslason yfirmaður knattspyrnumála(ragnarg@hk.is) og Ómar Ingi Guðmundsson yfirþjálfari (omaringi@hk.is)