- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Dómur áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambands Íslands um mál Knattspyrnudeildar KR gegn stjórn KSÍ og Knattspyrnudeild HK hefur fallið. Dómurinn er alveg skýr og er HK í hag. KR hefur margsinnis í sínum málatilbúnaði, hvort sem það er fyrir aga- og úrskurðarnefnd KSÍ, áfrýjunardómstól KSÍ eða á opinberum vettvangi, haldið því fram að það væri varhugavert fordæmi að dæma ekki KR 0-3 sigur í leiknum sökum ólögmæts marks (markstangar). Þessu hafnaði HK. Kröfur KR áttu sér ekki stoð í lögum eða reglum KSÍ og því var ekki fallist á kröfur KR, hvorki fyrir aga- og úrskurðarnefndarinni né fyrir áfrýjunardómstóli KSÍ. HK vill að niðurstöður leiksins ráðist á grasinu ólíkt KR-ingum sem vilja að úrslitin ráðist á blaði. HK vill þakka Novum lögfræðiþjónustu innilega fyrir aðstoðina í þessu máli.
Ljóst er að leikurinn mun fara fram í kvöld og við hvetjum því alla HK-inga til að mæta á leikinn í kvöld og hvetja okkar lið til sigurs.
Sandra Sigurðardóttir
Framkvæmdastjóri HK