- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Kæru stjórnarmenn, bæjarstjórn, frambjóðendur, HK-ingar, Blikar, handbolta áhugamenn, og aðrir frábærir Kópavogsbúar.
Handknattleiksdeild HK stendur í stórræðum og spilar til úrslita bæði í meistaraflokki karla og kvenna um sæti í deild þeirra bestu. Eins og þið vitið er HK eina Handknattleiksfélagið í Kópavogi og það er yfirlýst markmið að við séum með lið í fremstu röð í meistaraflokkum. Skemmtileg stemning hefur myndast í kringum þessa úrslitakeppni og gaman að sjá þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá Kópavogsbúum og okkar góðu stuðningsmönnum. En betur má ef duga skal og nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að mæta í Digranesið.
Við viljum því bjóða ykkur frítt inna á úrslitakeppni bæði kvenna og karla í Digranesi- ef þið mætið í rauðu.
Í dag, þriðjudaginn 17.04, kl 19:30 leikur meistaraflokkur kvenna við Gróttu í öðrum leik liðanna og leiðir HK einvígið 1-0. Leikurinn er í Digranesi.
Þriðjudaginn 24.04 leikur meistaraflokkur karla við KA í Digranesi og hefst leikurinn kl. 19:30. Fyrri leikurinn fer fram fyrir norðann laugardaginn 21.04 kl 16:00.
Nú þurfa allir kópavogsbúar að standa saman og koma okkar unga kvenna og karla liði í fremstu röð, þar sem þau eiga heima.
Það eina sem frambjóðendur, stjórnarfólk og aðrir Kópavogsbúar þurfa að gera er að fjölmenna í rauðum fatnaði og þá fá þeir frítt inn.
Áfram HK-
Með vinsemd og virðingu
Sigurður Orri Jónsson
Formaður Handknattleiksdeildar HK