- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
HK hefur samið við hina ungu og efnilegu Örnu Sól Sævarsdóttur um að leika með liðinu næstu 2 árin.
Arna Sól er ungur og efnilegur leikmaður sem býr yfir miklum hraða og góðum leikskilning, hún mun styrkja lið HK sem tekst nú á við sitt fyrsta tímabil í Lengjudeildinni. Arna Sól sem fædd er árið 2000 er uppalin hjá KA en lék með Fram í 2. deildinni síðasta tímabil.
Arna Sól vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöngu í 2. deildinni síðasta sumar og erum við mjög spennt að fá hana inn í hópinn og hjálpa henni að þróast og vaxa sem leikmaður með HK.
Um samninginn hefur Arna Sól þetta að segja:
"Ég er virkilega ánægð með að vera að gengin til liðs við HK og get varla beðið eftir að hefja æfingar með stelpunum. Nokkur lið sýndu mér áhuga nú í haust en eftir nokkra fundi með forsvarsfólki HK var ég viss um að HK væri liðið fyrir mig. Það er ljóst að það er mjög mikill metnaður hjá félaginu og öll aðstaða og aðbúnaður til fyrirmyndar. Ég mun leggja mig alla fram til að hjálpa liðinu í baráttunni í Lengjudeildinni í sumar. Ég vil líka nota tækifærið og þakka Fram og þjálfara þeirra Christopher Harrington fyrir sumarið, ég á þeim mikið að þakka fyrir mikinn og góðan stuðning í sumar."