Velkominn Aron!
HK hefur samið við varnarmanninn Aron Kristófer Lárusson út tímabilið 2027.
Aron er 26 ára gamall (1998) og var seinast á mála hjá Þór Akureyri.
Aron er sterkur og fljótur leikmaður sem getur leyst allar stöðurnar varnarlega. Hann á að baki 74 leiki úr efstu deild með KR og ÍA og hefur að auki leikið með Völsung og uppeldisfélagi sínu Þór.
Við bjóðum Aron hjartanlega velkominn í Hlýjuna.