- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Ekki einasta fór Björk Björnsdóttir markvörður HK/Víkings fyrir sínu liði um síðustu helgi þegar það landaði deildarmeistaratitili og tryggði sér um leið sæti í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili heldur gekk Björk til liðs við 100 leikjaklúbbinn sem leikmenn sem leikið hafa meira en 100 leiki með meistaraflokki kvenna skipa
Björk hóf feril sinn í meistaraflokki í Fylki 2007 eftir viðkomu í Breiðabliki er hún flutti suður yfir heiðar frá Akureyri þar sem hún sleit barnsskónum. Í Fylki lék hún í fimm ár meðal annars undir stjórn föður síns Björns Kr. Björnssonar sem var þjálfari HK/Víkings 2013, eitt ár var hún svo í Noregi, annað í Val og gekk svo til liðs við HK/Víking 2014 og hefur nú leikið með HK/Víkingi í fjögur ár og verið fyrirliði liðsins síðari árin tvö. Í þrígang hefur hún staðið vaktina í markinu í baráttunni við að komast upp um deild og nú í fjórðu tilraun tókst það og það með þessum glæsibrag sem titli fylgir. Sómi af svo flottum fyrirliða sem Björk er.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af fyrirliðanum.
1. Með viðurkenningu fyrir 100 leiki í höndum.
2. Spyrnt frá marki.
3. Með boltann í traustum höndum.
4. Að búa sig undir að knúsa Valsara – það má knúsa tvíburasystur jafnvel þó í rauðum búningi sé!
5. Í góðum félagsskap
6. Og titli fagnað.
7. Deildarmeistararnir 2017