_
Glæsilegur hópur HK-INGA kláraði í gær keppni á U17 Nevza í IKAST Danmörku
U17 fulltrúar HK á Nevza 2021:
- Massimo Pistoia, þjálfari strákanna
- Sigurður Kári Harðarson
- Jökull Jóhannsson
- Emil Már Diatlovic
- Heba Sól Stefánsdóttir
- Lejla Sara Hadziredzepovic
- Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal
- Helena Einarsdóttir
Stelpurnar stóðu sig hrikalega vel og spiluðu til úrslita þar sem þær unnu Danmörku sannfærandi 3-0 og eru þar með Nevza meistarar 2021!
Strákarnir léku um bronsið á móti Færeyjum. Leikurinn tapaðist 3-0 en dýrmæt reynsla komin í bankann fyrir þessa ungu stráka.
Leikið var um sæti í dag en drengirnir léku í bronsleiknum á meðan að stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum. Drengjaliðið mætti Færeyjum í sínum leik en stúlkurnar mættu Danmörku í úrslitaleiknum.
blakfréttir.is
Á lokahátíðinni á Nevza í gær var draumalið mótsins tilkynnt og átti HK þrjá af fjórum íslensku leikmönnunum í stúlknaliðinu:
- Lelja Sara Hadziredzepovic díó
- Heba Sól Stefánsdóttir miðja
- Sóldís Björt Leifsdóttir kantur
- Agnes Björk Ágústsdóttir frelsingi
Sóldís Björt var einnig valin verðmætasti leikmaður mótsins (MVP)!
Innilega til hamingju með valið stelpur og allir HK-Blakarar með árangurinn á mótinu!
Erum hrikalega stolt af þessum flotta hópi, teyminu öllu og því öfluga blak starfi sem unnið er hjá HK. Framtíðinn er svo sannarlega björt.
Áfram Ísland og áfram HK!