Afmælis- og íþróttahátíð HK 2024

🎉 Afmælis- og íþróttahátíð HK 2024 🎉
 
Afmælis- og íþróttahátíð HK fer fram sunnudaginn 26. janúar kl. 15:30 í handboltasalnum í Kórnum. Það verður mikið um dýrðir, fjölbreytt og stórskemmtileg dagskrá þar sem öllum HK-ingum, íbúum og öðrum gefst kostur á að fagna 55 ára afmæli félagsins og klappa vel fyrir okkar fremsta íþróttafólki og HK-ing ársins.
 
HK-ingur ársins verður valinn í fyrsta sinn í ár en það er aðalstjórn sem velur úr tilnefningum. Gunnsabikarinn mun hér eftir verða veittur þeim einstaklingi, eða hóp, sem talinn er hafa gefið tíma sinn í þágu félagsins, t.d. á mótum og viðburðum, í fjáröflunum og stjórnarstörfum. Opið er fyrir tilnefningar til þriðjudagsins 21. janúar. Smelltu á hlekkinn til að skila inn tilnefningu https://forms.office.com/e/8JviDY2VZF.
 
🎂 Dagskrá frá kl. 15:30:
--🔴 Upphafsatriði
--🔴 Formaður aðalstjórnar opnar hátíðina
--🔴 Ávarp bæjarstjóra Kópavogsbæjar
--🔴 Íþróttafólk heiðrað
--🔴 Dansatriði
--🔴 HK-ingur ársins tilkynntur
--🔴 Afmæliskaffi
 
Fjölmennum og sýnum stærð HK í verki ✨✨