Afreksnámskeið 4. og 5. flokks

Á nýju ári verða þrjú afreksnámskeið í boði:
 
⚽ Skotnámskeið
 
Fyrsta afreksnámskeiðið á nýju ári og annað námskeið vetrarins er skottækninámskeið þar sem áherslan er lögð á skot og skottækni. Nóg af skotum á námskeiðinu svo hvetjum líka markmenn til að skrá sig þar sem þeir fá einnig helling út úr námskeiðinu og fá nóg að gera. Námskeiðið hefst mánudaginn 27. janúar og er til 20. febrúar.
 
⚽ Sendingar-og móttökunámskeið
 
Annað afreksnámskeiðið á nýju ár er sendingar- og móttökunámskeið þar sem áherslan er lögð á sendingar og móttökur. Í nútímafótbolta er gífurlega mikilvægt að vera með góðar móttökur og ekki síður góðar sendingar. Námskeiðið hefst mánudaginn 3. mars og er til 27. mars.
 
⚽ Leikfræðinámskeið
 
Síðasta afreksnámskeiðið fyrir sumarið er leikfræðinámskeið eða svokallað "small sided games". Nóg af 1v1, 2v1, 2v2, 3v2 æfingum þar sem verður farið yfir sóknar- og varnarleik í þeim aðstæðum. Leiklíkar og skemmtilegar æfingar sem auðvelt er hægt að færa yfir í fótboltaleik. Námskeiðið hefst mánudaginn 28. apríl og er til 22. maí.
 
🔴⚪ Námskeiðin eru í fjórar vikur og er hver æfing 45 mín. Frans Wöhler er þjálfari námskeiðsins og með honum verða Bjarni Valur og Sara Mjöll.
 
Stelpur fæddar 2011-2014 æfa mánudaga kl. 17:00-17:45
 
Strákar fæddir 2013-2014 æfa miðvikudaga kl. 17:45-18:30
 
Strákar fæddir 2011-2012 æfa fimmtudaga kl 17:30-18:15
 
#LiðFólksins #HKalltafHK