Velkominn aftur Þorsteinn Aron!

Velkominn aftur Þorsteinn Aron!

HK og Valur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Þorsteins Arons Antonssonar og gerir hann samning við HK út leiktíðina 2027. Þorsteinn er öllum hnútum kunnugur í Kórnum en hann lék með liðinu seinasta sumar við góðan orðstír. Í 25 leikjum skoraði hann þrjú mörk og voru öll þeirra sigurmörk gegn Fram.

Þorsteinn er 21 árs miðvörður (2004) sem er uppalinn hjá Selfossi en hefur einnig leikið með Val, Stjörnunni og verið í akademíu hjá Fulham. Hann á að baki 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og var m.a. hluti af U21 árs landsliðinu í nóvember sl.

Það er mikil ánægja með að Þorsteinn sé orðinn HK-ingur og hlökkum við mikið til að sjá hann blómstra í rauðu og hvítu treyjunni!

#LiðFólksins #HKAlltafHK