- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
HK sendi þrjú lið til leiks kvennamegin en nokkur fjölgun hefur orðið í flokknum í vetur. Eyjamótið setur alltaf skemmtilegan svip á veturinn hjá iðkendum í 5. flokki og eiga Eyjamenn hrós skilið fyrir gott skipulag og skemmtilegt mót.
Eins og alltaf vinnast sigrar innan sem utan vallar í slíkum ferðum og var ferðin í ár engin undantekning. Mikill baráttuandi einkenndi HK-liðin á mótinu og að lokum tókst HK3 og HK2 báðum að vinna sig upp um deild og eftir mikla spennu tókst HK1 naumlega að halda sér í efstu deild.
Á laugardagskvöldið myndast alltaf mikil stemning þegar úrval leikmanna frá öllum liðum kemur saman í leik “Landsliðsins” gegn “Pressuliðinu”. Að þessu sinni voru tvær stelpur úr okkar röðum valdar til þátttöku, þær Auður Guðmundsdóttir og Ísold Svava Erlingsdóttir, og stóðu þær sig báðar með prýði. Gaman er að segja frá því að eldri bræður þeirra beggja hafa á undangengnum árum báðir spilað í umræddum leik í Eyjum fyrir hönd HK, þeir Ágúst og Ingibert. Flottir HK-ingar þar á ferðinni úr flottum HK-fjölskyldum.
Segja má að ferðin hafi verið generalprufa fyrir Svíþjóðarferð sumarsins þar sem keppt verður á Partille Cup í Gautaborg.
Meðfylgjandi eru myndir frá helginni.