- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Í ljósi þess að Íslandsmótinu í knattspyrnu hefur verið hætt liggur fyrir að HK spilar áfram í Pepsi Max deild karla á
næsta ári og verður það þriðja tímabilið í röð sem félagið leikur í efstu deild. Ennfremur hefur
meistaraflokkur kvenna tryggt sér sæti í Lengjudeildinni með glæsilegri frammistöðu í sumar.
Knattspyrnudeild HK vill óska knattspyrnufólki HK yngri sem eldri til hamingju með árangur
sumarsins.
Einnig viljum við óska knattspyrnufélagi Vals og stuðningsmönnum þess til hamingju með
Íslandsmeistaratitil karla og nágrönnum okkar Breiðabliki og stuðningsmönnum þess með
Íslandsmeistaratitil kvenna. Þá viljum við óska Keflavík, Leikni og Tindastóli með þann árangur að
komast upp í Pepsi Max deildina í kvenna og karlaflokki.
Knattspyrnusumarið 2020 hefur litast af þessari skæðu veiru sem hefur sett svip sinn á samfélagið í
heild sinni og allan umheiminn. Óskastaða í knattspyrnuheiminum hefði verið að klára að spila alla
leiki í öllum deildum, sérstaklega í ljósi þess að verið er að spila þessa íþrótt sem og aðrar út um allan
heim þó með miklum takmörkunum og sóttvörnum. Að taka ákvörðun um að klára ekki Íslandsmótið
hefur varla verið auðveld ákvörðun og sitt sýnist hverjum. Mörg félög eru með mikla hagsmuni undir
og verður að virða skoðanir allra á þessum tímamótum. Ákvörðunin verður umdeild þó svo að
KSÍ hafi undirbúið skrefin í upphafi móts.
Á sama tíma og við vonum að knattspyrnuhreyfingin nái að stilla saman strengi sem fyrst innan sem
utan vallar þá vill stjórn knattspyrnudeildar HK þakka öllum félögum, leikmönnum og þjálfurum fyrir
leiki sumarsins í kvenna- og karlaknattspyrnu, þakka KSÍ fyrir sína framgöngu á sérstaklega erfiðum
tímum, öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa haft veg og vanda að umgjörð og leikjum sumarsins,
starfsfólki HK, Kópavogsbæ, sem og öllu því mikla og góða stuðningsfólki íslenskrar knattspyrnu.
Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim öflugu og góðu styrktaraðilum sem hafa stutt við
bakið á félaginu á þessum krefjandi tímum.
Stjórn knattspyrnudeildar HK