Ísabel og Regína á Hæfileikamótun N1 og KSÍ

-

Í lok ágúst fór fram Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Þær Ísabel Rós Ragnarsdóttir og Regína Margrét Björnsdóttir voru fulltrúar HK í úrtakshópnum. Æfingar fóru fram í Safamýri, Fjölnisvelli og á Laugardalsvelli.

Skipt var í 11 manna lið og fengu stelpurnar fjölbreytta og skemmtilega reynslu þar sem markmiðið var að leikmenn fengju og krefjandi áskoranir í jákvæðu andrúmslofti.
Tilgangur hæfileikamótunar er að gefa stelpum og strákum sem standa sig vel hjá sínu félagi tækifæri til að mæta á KSÍ-æfingar þar sem leikmenn fá kynningu á landsliðumhverfinu. Hæfileikamótun er fyrsta þrepið í landsliðsstiga KSÍ.

Á þessu ári hafa 180 stelpur í 4.flokki mætt á Hæfileikamótunaræfingu víðsvegar um landið.

Til hamingju með valið stelpur!