Heiðranir á seinasta heimaleiknum 2024

 
 
Fyrir leik HK og Fram sl. sunnudag heiðraði knattspyrnudeild HK tvo leikmenn sem náðu stórum áföngum í sumar. 
Leifur Andri Leifsson spilaði sinn 400.leik en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins og er í fámennum hóp íslenskra leikmanna sem hafa náð 400 leikjum með sama félaginu. 
 
Arnþór Ari Atlason varð fyrsti HKingurinn í sögu félagsins, til að ná að spila 100 leiki í efstu deild. 
 Einnig var 4.flokkur karla heiðraður í hálfleik fyrir sigurinn á Helsinki Cup en þeir fóru taplausir í gegnum mótið og enduðu einnig í 2.sæti á Íslandsmótinu. 
 Óskum þeim öllum til hamingju og minnum á seinasta leik tímabilsins - gegn KR á AVIS vellinum nk. laugardag kl. 14!