- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Knattspyrnudeild HK harmar mjög að leikur HK - KR gat ekki farið fram í Kórnum í gærkvöldi. Búið var að skipta um gras og völlurinn klár, en tæpum klukkutíma fyrir leik kom í ljós að annað markið var brotið. Röð atvika gerði það að verkum að það uppgötvaðist ekki fyrr. Ekki var nægilega langur tími til stefnu til að hægt væri að gera við markið og af þeim sökum tóku dómarar leiksins þá ákvörðun að leikurinn gæti ekki farið fram. Öll sem mættu á leikinn í gær fá endurgreiðslu. Þau sem keyptu miða i gegnum Stubb fá miðann sinn endurgreiddan í því kerfi, vinna við það er nú þegar hafin. Þau sem keyptu miða á staðnum eru vinsamlegast beðin að hafa samband við skrifstofu HK. Við hlökkum mikið til að taka á móti KR-ingum, bæði leikmönnum og stuðningsmönnum, í Kórnum þegar ný tímasetning verður staðfest og biðjumst innilegrar velvirðingar á frestuninni í gær.