Glódís mætir í Kórinn

Glódís Perla Viggósdóttir mætir í Kórinn sunnudaginn 5. janúar kl. 14:00.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að hitta Glódísi okkar. Eftir stórkostlegt ár 2024 var hún sæmd heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðarlega at­höfn á Bessa­stöðum á ný­ársdag. Hún er ein af tíu öðrum sem koma til greina sem íþróttamaður ársins, sem valinn er annað kvöld í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:40.

Dagskráin er ofureinföld. Mæta tímanlega í veislusalinn í Kórnum á sunnudaginn, með boltann, treyjuna eða hvað sem er, hlusta á stutt ávörp frá formanni HK og knattspyrnudeildar, gæða sér á einhverju góðu með kaffinu og fá áritun frá hetjunni okkar 😍

#LiðFólksins #HKalltafHK