- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Nokkrir leikmenn HK hafa verið á ferð og flugi með yngri landsliðum Íslands nú í október.
Ísabel Rós Ragnarsdóttir fór með U15 ára liðinu til Póllands þar sem leikið var á UEFA Developement móti og voru spilaðir leikir við landslið Póllands, Litháens og Tyrklands. Á þessu fyrsta stigi landsliðs er mínútum skipt nokkuð jafnt á milli og allir fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ísabel var í byrjunarliði Íslands í tveimur leikjum og okkar stelpa skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 2-0 sigri á móti Litháen.
Sóley María Davíðsdóttir og Katrín Rósa Egilsdóttir héldu til Ítaliu þar sem riðill U17 ára landsliðsins var spilaður í undankeppni EM. Leikið var við sterkar þjóðir á borð við Sviss, Ítalíu og Frakkland. Fyrsti leikur var spilaður við Ítalíu og var liðið 3-0 undir í hálfleik en íslensku stelpurnar komu sterkar inn í seinni hálfleikinn og tókst að jafna leikinn 3-3 sem urðu lokatölur. Sóley María og Katrín Rósa komu inn á 74. mínútu og stóðu sig mjög vel. Katrín Rósa sem hefur raðað inn mörkum fyrir 2.fl í sumar var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 82. mínútu leiksins.
Næstu tveir leikir voru við Sviss og Frakka og töpuðust þeir báðir.
Áður hefur kom fram á heimasíðu HK að Karl Ágúst er á leið til Norður Makedóníu með U17 ára landsliðinu. Hildur Björk og Henríetta eru í úrtakshópi U19 ára sem æfir þessa dagana í Miðgarði. Ragnhildur Sóley og Andrea verða í æfingahópi U16 sem æfir í lok október. Fyrr í október voru svo þeir Benedikt Briem, Magnús Arnar Pétursson og Karl Ágúst Karlsson valdir á úrtaksæfingar U17 ára.
Til hamingju öll með frábæran árangur!
Frekari fréttir verða af okkar landslisfólki á næstu vikum.