Handbolti - allir með

Allir með er samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar og snýst um það að fjölga tækifærum barna með sérþarfir innan íþróttahreyfingarinnar. HK ætlar að fara af stað með handboltaæfingar fyrir börn og unglinga með sérþarfir og hefjast æfingar í haust. Leitast verður eftir því að mæta börnunum á þeirra forsendum. Öll börn á aldrinum 6 -14 ára hjartanlega velkomin, skipt verður í hópa eftir fjölda og þörfum. Æfingar verða í handboltasal Kórsins og tímarnir verða á sunnudögum. Skráning er hafin inn á Abler og verð fyrir veturinn 2024-2025 er 35.000kr. Hægt er að nýta frístundastyrkinn til lækkunar á æfingagjöldum. 
Allar nánari upplýsingar má finna á allirmed.com eða á hk@hk.is