- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
HK fagnaði 50 ára afmæli sunnudaginn 26. janúar.
Félagið hóf gleði afmælisársins á heiðursmóttöku í hátíðarsal Kórsins.
Formaður félagsins, Sigurjón Sigurðsson, hóf samkomuna og sagði frá tilurð og framgangi félagsins en hópur 12 ára drengja af Kársnesinu leigði aðstöðu til handknattleiksiðkunar hjá ÍR haustið 1969. Hinn 26. janúar 1970 var félagið svo stofnað formlega.
Næstur tók til máls herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og færði félaginu afmæliskveðjur í bráðskemmtilegri ræðu.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs var næstur í pontu og árnaði félaginu heilla.
Stofnendum félagsins, þ.e. þeim sem komu að stofnun félagsins og héldu áfram með félaginu árin á eftir sem og ekkju Þorvarðar Áka, fyrsta „fullorðna“ formanns félagsins, voru veitt heiðursmerki HK. Magnús Gíslason, einn stofnendanna og aðalstjórnarmaður HK til margra ára hélt ræðu fyrir hönd nýbakaðra heiðursmerkjahafa.
Hólmfríður Kristjánsdóttir formaður afmælisnefndar kynnti stuttlega fyrirhugaða dagskrá afmælisársins.
Valdimar Leó Friðriksson formaður UMSK færði félaginu veglega afmælisgjöf.
Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, færði félaginu fótbolta.
Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, veitti silfur- og gullmerki HSÍ fyrir störf við útbreiðslu handknattleiks undanfarna áratugi til fjölmargra HK félaga.
Kristín Harpa Hálfdánardóttir ritari BLÍ veitti heiðursmerki Blaksambandsins til nokkurra HK félaga fyrir útbreiðslu blaks undanfarna áratugi.
Ásdís Kristjánsdóttir, aðalstjórnarmaður HK, stýrði fundinum af miklum myndarbrag.
Eftir heiðursmótuna var tekið á móti iðkendum og foreldrum í íþróttasalnum. Þar tók veislustjórinn Jói G við keflinu og leiddi inn iðkendur yngri flokka félagsins sem marseruðu inn í salinn. Þar flutti hann lag sem hann samdi um félagið og allir iðkendur sungu svo afmælissöngin.
Næst komu fulltrúar frá dansdeildinni og dönsuðu 2 dansa fyrir áhorfendur. Að því loknu kepptu 12 ára drengir í handbolta við gamlar HK-kempur. Þeir gömlu gáfu ekkert eftir unnu þá yngri 7-5 í hörkuleik.
Að því loknu var boðið upp á afmælisköku og drykki og iðkendur gátu farið inn í knatthús þar sem þeir gátu farið í hoppukastala, fótbolta eða blak.
HK vill þakka öllum þeim sem lögðu leið sína í Kórinn og fögnuðu deginum með félaginu. Frábær dagur í alla staði.
Áfram HK!!