- HK
- Um HK
- Skráning
- Fréttir
- Veislusalur
- Hlaupahópur
- Íþróttaskóli
- Frístundarvagn
- Rafíþróttadeild
- Árskort
- Bandý
- Borðtennis
- Blak
- Dans
- Fótbolti
- Handbolti
- Rafíþróttir
Íþróttahátíð HK var haldin hátíðleg sl. fimmtudag í veislusal Kórsins. Þetta var í fjórða sinn sem hátíðin er haldin með þessu fyrirkomulagi.
Á íþróttahátíðinni heiðrum við okkar íþróttafólk fyrir góðan árangur á árinu og valið á íþróttamanni og -konu HK kunngjört í lok hennar.
Ásgeir Börkur átti stóran þátt í því að HK hélt sæti sínu í efstu deild á þessu árið með gríðarlega öflugri innkomu í liðið. Hann var valinn leikmaður ársins á lokahófi knattspyrnudeildar HK 2019 og var meðal varamanna í liði ársins hjá fótbolta.net fyrir tímabilið 2019 í Pepsi Max deildinni. Hann er frábær innan vallar sem utan með sýna leiðtogahæfileika. Ásgeir er góður liðsmaður, tilbúin að vinna fyrir liðið og gefur allt sem hann á í hvern einasta leik.
Berglind er gríðarlega mikilvægur hlekkur í meistaraflokksliði HK í handbolta kvenna. Hún bindur vörn liðsins saman. Hún hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og spilaði með A landsliðinu í æfingaleikjum gegn Svíþjóð fyrir ári síðan. Berglind á framtíðina fyrir sig fyrir HK og Ísland. Berglind er fyrirmyndarleikmaður. Metnaðargjörn, dugleg, með mikla þrautsegju og frábært hugarfar.
Unga og efnilega íþróttafólkið okkar var líka heiðrað, en eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt til íþróttakarls og –konu Kópavogsbæjar í flokknum 13-16 ára:
Frá Blakdeild HK
Björn Ingi Sigurðsson
Heba Sól Stefánsdóttir
Frá Dansdeild HK
Ivan Coric
Elísabet Alda Georgsdóttir
Frá Knattspyrnudeild HK
Ari Sigurpálsson
Dagný Rún Pétursdóttir
Frá Handknattleiksdeild HK
Telma Mendos
Haukur Ingi Hauksson
Í ár voru eftirfarandi flokkar heiðraðir fyrir góðan árangur:
2. flokkur karla - blakdeild - Urðu bikarmeistarar
2. flokkur kvenna - blakdeild - Urðu bikarmeistarar
5. flokkur karla B lið - knattspyrnudeild - Urðu íslandsmeistarar
Eftirfarandi einstaklings heiðranir voru veittar:
Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir
Afrek þeirra á árinu:
Reykjavík International Games meistarar í ballroom dönsum
Bikarmeistarar ungmenna í ballroom dönsum
Íslandsmeistarar ungmenna í 10 dönsum
Íslandsmeistarar ungmenna í ballroom dönsum
UMSK open meistarar ungmenna í ballroom dönsum
Lotto open meistarar ungmenna í ballroom dönsum
Sweden open U21 meistarar í ballroom dönsum
U19 Italy open meistar í ballroom dönsum
Norðurlandameistarar ungmenna 2019
Þeir einstaklingar, í flokki fullorðinna, sem deildir félagsins tilnefndu til íþróttamanns og –konu HK 2019 eru
Blakdeild HK
Elvar Örn Halldórsson
Elísabet Einarsdóttir
Dansdeild HK
Gylfi Már Hrafnsson
María Tinna Hauksdóttir
Handknattleiksdeild HK
Berglind Þorsteinsdóttir
Pálmi Fannar Sigurðsson
Knattspyrnudeild HK
María Lena Ásgeirsdóttir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Til hamingju allir með frábæran árangur á árinu 2019
Áfram HK